Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.05.2016 17:01

Menningarráð Hrútavina i Bókakaffinu 6. maí 2016

 

 

Menningarráð Hrútavina í Bókakaffinu 6. maí 2016

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman í dag, föstudaginn 6. maí 2016,  í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til stefnumótunar í víðu samhengi.

 

Tekið var margt til menningarlegrar stefnumótunar;  horft til fortíðar, samtíðar og framtíðar.  Margþætt mannblöndun  var og drukkið menningarkakó.

 

Þetta voru:

 Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, 

Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka,

Jóhann Páll Helgason á Selfossi og áður að Brennu á Eyrarbakka, 

Siggeir Ingólfsson að Ásheimum á Eyrarbakka

og Bjarni Harðarson að Sólbakka á Selfossi.Menningarstundinn var færð til myndar og vísur flugu.

Hér að áeggjan var myndefninu hagrætt svo að ekki sæist hversu vögursíðir þessir menn væru.

Hér var bumban flegin frá,

feitum vörðum laga,
kappa annars kann að sjá,
kviðpokana draga.

 

Þeir eru léttir þessir menn,
þeir eru öðrum meiri,

kunna að meta kakó enn,
Kristján Run. og Geiri.

 

Hér er prúttað vertinn við,
að vonum lítt það seiðir,

kúnninn virðir verðlagið,
og vel að lokum greiðir.

 

Útlit á verti er asskoti flott,
og ástæða að færa í letur,

en vafalaust myndi það ger´onum gott,
að gyrða sig örlítið betur.

 

Myndalabúm hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278359/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Sklráð af Menningar-Staður