Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.05.2016 06:50

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 


Efstu fram­bjóðend­ur í könn­un­inni
(f.v.) Andri Snær Magna­son, Davíð Odds­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son.

 

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son nýt­ur stuðnings ríf­lega 2/?3 kjós­enda, eða 67,1%, skv. könn­un um fylgi við for­setafram­bjóðend­ur sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ gerði fyr­ir Morg­un­blaðið í vik­unni.

Davíð Odds­son hef­ur 17,4% fylgi og Andri Snær Magna­son er með 7,8%. Sturla Jóns­son mæl­ist með 1,8% fylgi og Halla Tóm­as­dótt­ir með 1,5%. Aðrir hafa minni stuðning. Fjór­ir fram­bjóðend­ur hafa 0,1% fylgi og tveir mæl­ast fylg­is­laus­ir.

Alls 2.003 manns voru í úr­taki könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var yfir netið. Reynt var að tryggja að þversk­urður af þjóðinni væri úr­takið í könn­un­inni, sem 937 manns svöruðu eða 47% þeirra sem leitað var til, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Af www.mbl.is

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og

Guðni Th. Jóhannesson, hinn vinsæli forsetaframbjóðandi.

Myndin er tekin í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík þann 1. október 2015 er fagnað

var útgáfu bókarinnar -Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915- eftir Smára Geirsson.

Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.


 

Skráð af Menningar-Staður