Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.05.2016 20:55

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunu 15 ára

 

.

.

F.v.: Helga Jónasdóttir, Gróa Björnsdóttir og Elfar Guðni Þórðarson.

.

.

 

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunnu 15 ára

 

Því var fagnað í dag af lítillæti alþýðunnar að nú um hvítasunnuhelgina eru 15 ár frá fyrstu Hvítasunnusýningu Elfars Guðna Þórðarsonar,  listmálara, í sýningarsal hans í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri (frá árinu 2001).

Áður hafði hann verið með sýningar á hvítasunnu allt frá árinu 1974 til ársins 2000 í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Þau ár hafði hann málað í þröngri aðstöðu í Götuhúsum og aðeins verið með sýningar einu sinni á ári. Gamla vinnustofan er nú til sýnis í miðsum sýningarsalnum í Svartakletti.

Sýning Elfars Guðna nú mun standa fram yfir sjómannadag.

Nokkrir vinir Elfars Guðna og Helgu litu við í lok sýningardags í dag, annan í hvítasunnu, og fögnuðu 15 ára sýnigarhaldinu í Svartakletti í Mennigarverstöðinni Hólmaröst.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menninar-Stað.
Smella á þesa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278560/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson.
.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður