Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.05.2016 06:47

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Meðal þess sem er á dagskrá safnanna í dag er opnun sýningarinnar Dulúð í Selvogi,

í byggðasafninu Húsinu á Eyrarbakka.

 

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi í dag, miðvikudaginn 18. maí 2016, í samstarfi við Íslandsdeild ICOM, félags safnamanna. Sem fyrr bjóða söfn landsins upp á forvitnilega dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi. Í tilefni dagsins er aðgangur ókeypis í mörg söfn og landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í um 35.000 söfnum í 140 löndum.

Íslandsdeild ICOM stendur fyrir viðburði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.10. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, formaður deildarinnar, flytur erindi og listgreinakennararnir Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir segja frá nýju verkefni sem unnið var um útilistaverk í Reykjavík í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í kjölfarið kynnir valnefnd þau söfn sem hljóta tilnefningu til Safnaverðlaunanna 2016. Allir eru velkomnir.

Dagskrána má sjá á safnmenn.is.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 18. maí 2016.

 


Skráð af Menningar-Staður