Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.05.2016 15:33

Tvö ný farfuglaheimili opnuð

 

 

Farfuglaheimilið á Eyrarbakka.                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 

 

Tvö ný farfuglaheimili opnuð

 

Tvö ný farfuglaheimili bættust við hér á landi í vor og eru þau nú orðin 35 talsins.

 

Nýju farfuglaheimilin eru á Eyrarbakka og Reykhólum.

Einnig hefur verið unnið að gagngerum breytingum á Farfuglaheimilinu á Laugarvatni.

 

Fram kemur í tilkynningu frá Farfuglum, sem eru hluti af Hostelling International, að hjónin Jóhann Jónsson og Jessi Kingan hafi opnað gistiheimili á Eyrarbakka í maí 2015 í gamla frystihúsinu á staðnum, sem gekk undir nafninu Gónhóll. Hjónin hafi ákveðið að ganga til liðs við Farfugla nú í lok apríl.

Á Reykhólum var lengi rekið Farfuglaheimili að Álftalandi en starfsemin hafði legið niðri í fjögur ár. Það hefur verið opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur en nú- verandi rekstraraðilar eru hjónin Sveinn Borgar Jóhannesson og Guðbjörg Tómasdóttir

Farfuglaheimilið á Laugarvatni hefur verið í rekstri og hluti af heimilisneti Farfugla síðan 1997 en hefur nú gengið í gegnum miklar endurbætur. Bætt hefur verið við 15 herbergjum með baði, að- staða fyrir gesti hefur verið bætt sem og aðgengi fyrir fatlaða. Hjónin Jóna Bryndís Gestsdóttir og Gunnar Vilmundarson reka heimilið.

Morgunblaðið 21. maí 2016.

 

.

 

 Skráð af Menningar-Staður