Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.05.2016 12:14

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

 

Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka.

 

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

Eldsmíðafélag Suðurlands vígði eldsmiðju félagsins um liðna helgi. Kveikt var upp í ferðaafli, glóandi járnið hamrað og gestum og gangandi boðið að líta inn.

 

Félagsmenn hafa unnið að því með samhentu átaki og góðum stuðningi Uppbyggingasjóðs Suðurlands að koma á fót eldsmiðju og félagsaðstöðu. Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka umkringd eldri skúrum og gömlum grjóthleðslum, húsnæði sem ekki þótti mikil framtíð í en er nú smátt og smátt að fá á sig góða mynd og mikilvægt hlutverk.

 

Félagsmenn eru um 40 talsins og fer ört fjölgandi. Einhverjir kunna handbragðið en aðrir ganga í félagið til að læra eldsmíði eða líka til að styðja framtakið. Mikil hugur er í félagsmönnum um að miðla kunnáttunni áfram til ungra sem aldinna og halda í heiðri gamalli verkþekkingu.

 

Allir áhugasamir geta haft samband við Ragnar Gestsson formann í síma 824 3939 eða sent tölvupóst áeldsud@gmail.com

 

Ef einhver lesandi lumar steðja eða eldsmíðatólum og vil gefa eða lána þá er það mjög vel þegið því félaginu vantar fleiri steðja.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður