Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.05.2016 06:20

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

 

Guðni Th. Jóhannesson.

 

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi verður á ferð um Suðurland næstu daga til að hitta Sunnlendinga.

 

Fundaröðin hefst með fundi á Selfossi í dag,  sunnudaginn 29. maí, þar sem hann mun mæta ásamt konu sinni Elizu Reid á Hótel Selfoss kl. 20:30.  

Mánudaginn 30. maí verður Guðni með fund í Ráðhúsi Ölfuss kl 17:00 og í Listasafni Árnesing í Hveragerði sama dag kl. 20:00.

 

Á fundunum mun Guðni kynna framboð sitt ásamt því að svara spurningum gesta.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á fundina.

 

Á mánudag og þriðjudag mun Guðni svo vera á ferð og heimsækja fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.

_________________________________________________________________________________


Kristján Runólfsson orti eftir fundinn í Hveragerði:
 

Kristján Runólfsson

Fór á framboðsfund með Guðna Th. í Listasafni Árnesinga.
 

Guðna mæltist gríðarvel,
gef ég honum einkunn fína,
hefur mannvænt hugarþel,
hann ég festi í vitund mína.
Skráð af Menningar-Staður