Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.05.2016 12:37

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

 

Frá aðalfundi Bárunnar sem haldinn var í gærkvöldi, 30. maí 2016. Ljósmynd/Báran

 

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

Aðalfundur Bárunnar , stéttarfélags , haldinn 30. maí 2016, skorar á stjórnvöld að gæta að hagsmunum starfsmanna og þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bárunnar í gærkvöldi vekur félagið athygli á þeim stóraukna fjölda sem nýtir þjónustu svæðisins. Á Suðurlandi er 60% af allri frístundabyggð landsins, 80% ferðamanna sem koma til landsins fara um Suðurland. "Hefur verið brugðist við þessu?" er spurt í ályktuninni.

"Endalaust boðaður niðurskurður er orðið langþreytt fyrirbæri sem kemur niður á starfsfólki og veldur miklu álagi.  Starfsmenn eru að niðurlotum komnir, og enn á að skera niður. Hverjum þjónar þessi niðurskurður og hvaða afleiðingar hefur þetta bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga? 

Báran, stéttarfélag krefst þess að stjórnvöld snúi sér að forgangsröðun í meðferð fjármagns, og standi vörð um þjónustuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands á að veita með hagsmuni sjúklinga og starfsmanna að leiðarljósi," segir ennfremur í ályktuninni.


Af www.sunnlenska.is

 

 Skráð af Menningar-Staður