Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.06.2016 15:52

Fjölmenni í pílagrímagöngunni Þorlákshöfn - Eyrarbakki - Stokkseyri

 

 

Pílagrímagönguhópurinn við Ránargrund á Eyrarbakka.       Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fjölmenni í pílagrímagöngunni -


- Þorlákshöfn - Eyrarbakki -  Stokkseyri
 

 

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016
 

Í dag , sunnudaginn 12. júní 2016,  er önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin.

Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

 

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  

Göngustjórar eru þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

 

Í þessum öðrum hluta göngunnar, sem er fjölmenn og nú stendur yfir, og er frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, fram hjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt var af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri í morgun kl. 9:30.

Þessi ganga er alls um 21 km löng.Rétt í þessu  -(kl. 15:45)-  var gönguhópurinn að ganga fram hjá Ránargrund á Eyrarbakka sem er austasta húsið þar í bæ.

Hópurinn var færður til myndar eins og hér má sjá.

 

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður