Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.06.2016 11:19

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

 

Hannes Sigurðsson á Hrauni á samt Óla syni sínnum í sandnámum í Hraunslandi í Ölfusi.
Ljósm.: sunnlenska.is/Sigmundur

 

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

Jarðeigendur á Hrauni í Ölfusi hafa flutt út sex skipsfarma af svörtum sandi til Danmerkur á þessu ári og enn á eftir að sigla með fimm farma af sandi til sömu kaupenda.

Alls er um að ræða um 40 þúsund tonn af efni. Sandurinn, sem er tekinn úr námu sunnan við veginn á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar, er nýttur í steinullargerð í verksmiðju í Danmörku, samskonar þeirri sem er á Sauðárkróki.

Hannes Sigurðsson á Hrauni sagðist í samtali við Sunnlenska reikna með að hvert skip tæki um þrjú til fjögur þúsund tonn af sandi. Rúman sólarhring hefur tekið að fylla skipið sem tekur sandinn.

„Ég var búinn að láta mér detta þetta í hug í einhvern tíma en svo kom upp í hendurnar á okkur kaupandi, sem varð til þess að ráðist var í verkið,“ segir Hannes.

Hannes segist ekki vita um framhald útflutningsins á næsta ári, en vel geti verið að um frekari markað sé að ræða. Nóg er af sandinum, en hann er þó sérstaklega valinn af kaupandanum sem vill fá a´kveðna kornstærð til framleiðslunnar ytra.

„Þetta er tekið úr ákveðnum bing hér í námunni og kaupandinn er ánægður,“ segir Hannes.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður