Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.06.2016 08:02

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

 

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga fyrir árið 2015 var haldinn í Oddfellowsalnum á Selfossi þann 10. júní 2016.
 

Fundurinn var vel menntur og fór hið besta fram samkvæmt samþykktum félagsins að öllu leyti.
 

Fundarstjóri var kosinn Páll Zópóníasson í Vestmannaeyjum og stýrði hann fundi af röggsemi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson og Guðmundur Búason gerðu grein fyrir starfi og stöðu Kaupfélags Árnesinga.

Gestir fundarins voru þeir Leó Árnason og Guðjón Friðriksson.

Leó Árnason gerði grein fyrir Sögubænum Selfossi og fyrirhugaðri uppbyggingu í þeim anda í miðbæ Selfoss.

Kaupfélag Árnesinga réði á síðasta ári Guðjón Friðriksson til þess að skrifa sögu félagsins og jafnframt annara kaupfélaga á Suðurlandi. Guðjón gerði grein fyrir framvindu verksins sem miðar vel.

Fyrir tillögum stjórnar Kaupfélags Árnesinga til aðalfundarins mæltu þeir Garðar Hannesson og Ágúst Magnússon og voru þær samþykktar samhljóða.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, kvaddi sér hljóðs í lok aðalfundarins undir liðnum önnur mál og rifjaði upp þegar Kaupfélag Árnesinga í maí 2005 gaf Hrútavinafélaginu uppstoppaða forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum í Flóa. Gorbi skipar nú heiðurssess í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.Mennigar-Staður færði fundinn til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279012/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður