Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.06.2016 08:08

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna (t.v.) og Sigríður Birna hafa verið ráðnar leikskólastjórar í Álfheimum og Brimveri/Æskukoti.

 

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna Þórhallsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Álfheima á Selfossi og Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Báðar hafa þær góða reynslu af leikskólastarfi, stjórnunarstörfum og M.Ed. próf í stjórnun menntastofnana.

Jóhanna tekur formlega til starfa 1. september næstkomandi. Ingibjörg Stefánsdóttir hefur verið leikskólastjóri Álfheima um árabil og hefur hún ákveðið að láta af störfum sem leikskólastjóri í haust.

Sigríður Birna hefur verið í tímabundinni ráðningu leikskólastjóra Brimvers/Æskukots í vetur vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur sem hefur sagt starfi sínu lausu. 

Af www.sunnlenska.is


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.                                                Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður