Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.07.2016 21:46

31. júlí 2016 - Alþjóðadagur landvarða

 

 

Þessi föngulegi hópur fór í fræðsluferð um Herðubreiðarlindir með landverði.

Fjalladrottningin Herðubreið hreinsaði skýin af kollinum í tilefni dagsins.

 

31. júlí 2016 - Alþjóðadagur landvarða
 

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs við Drekagil héldu alþjóðadag landvarða hátíðlegan í dag og í gær með pompi og prakt.

Á laugardagskvöld (30.júli)  mættu 25 manns í geimfaragöngu, en gengið var úr Drekagili að Nautagili.

 

Í morgun, 31. júlí, kl. 10 fóru 22 í fræðsluferð með landverði um Holuhraun hið nýja og á sama tíma fékk annar landvörður 5 manns með sér í göngu í Herðubreiðarlindum. Í Öskju mættu síðan 7 manns í fræðsluferð kl. 13.

 

Við slúttuðum síðan deginum með kleinubakstri, kaffi og opnu húsi í Drekagili og buðum ferðamönnum og öðrum hálendisbúum í spjall um störf landvarða, þjóðgarðinn og lífið uppi á fjöllum.

 

Allir hér eru hæstánægðir með daginn og lukkulegir með góða þátttöku í fræðsluferðum.

Við landverðir stöndum síðan vaktina áfram í dag sem aðra daga - líkt og þúsundir annarra landvarða um allan heim.

 

Takk fyrir okkur, og sjáumst uppi á fjöllum.

Af Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs
https://www.facebook.com/Vatnajokulsthjodgardur/posts/1427058327311294


 

 

Kleinumeistari landvarða, Júlía Björnsdóttir, frá Eyrarbakka/Flateyri
stóð í ströngu við pottana í Drekagili.Skráð af Menningar-Staður