Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.08.2016 10:08

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundar

 

 

F.v.: Kristján Runólfsson og Jóhann Páll Helgason.

Þarna voru lesin ljóð,
líka ort af krafti,
alltaf logar óðarglóð,
í ólmum vísnarafti.

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundar

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi fundaði í gær, föstudaginn 26. ágúst 2016, í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi.

 

Mættir voru:


Kristján Runólfsson, Hveragerði
Jóhann Páll Helgason, Selfossi
Bjarni Harðarsonn, Selfossi
Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka

 

Aðal mál dagsins var að sjálfsögðu „Ólympíuleikar Íslands í pólitík“ sem eru næstu vikur fram að alþingiskosningum sem verða hinn 29. október 2016.

Hrútavinir hafa komið fjölda mætra manna á Alþingi og verður varla breyting á nú.

Tekið var undir áskoranir fjölda marktækra Sunnlendinga um að Árnesingurinn Sigurjón Halldór Birgisson, aðstoðar-varðstjóri á Litla-Hrauni gefi kost á sér og taki slaginn fyrir Viðreisn.

 

Þetta var fært til vísu:

 

Sigurjón skal setja‘ á þing
segja Hrútavinir.
Þessu viljum koma´ í kring
í krafti ekki linir.

 

.
F.v.: Kristján Runólfsson, Bjarni Harðarson og Jóhann Páll Helgason.
.

.

F.v.: Kristján Runólfsson og Jóhann Páll Helgason.

.

 

F.v.: Jóhann Páll Helgason, Björn Ingi Bjarnason, Bjarni Harðarson og Kristján Runólfsson.


Skráð af Menningar-Staður