Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.08.2016 11:06

Sumarlokin í Laugabúð á Eyrarbakka

 

 

 

Sumarlokin í Laugabúð á Eyrarbakka

 


Jæja, gott fólk.


Þá fer nú að styttast í þessu sumrinu og þá förum við að huga að verslunarvertíðarlokum þetta sumarið. Þessi helgin, sem gengin er í garð, er síðasta opnunarhelgin í Laugabúð í sumar. Við verðum með eitthvað opið í haust þegar þannig liggur á okkur, en það verður allt óvænt.


Við vorum að fá þetta líka fína nafnspjald Laugabúðar beint úr prentsmiðjunni. Efri myndin er af Guðlaugi Pálssyni kaupmanni fyrir framan verslunina. Myndina tók Haraldur Blöndal ljósmyndari upp úr 1920. Neðri myndina tók Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður og ljósmyndari, fyrir nokkrum árum af núverandi kaupmanni fyrir framan Laugabúð. Þökkum ljósmyndurunum fyrir lánið.


Hlökkum til að sjá ykkur og rétt að geta þess að við erum að taka upp nýjar vörur í dag.


Kveðja,


kaupmaðurinn og lagerstjórinn.


Af Facebook-siðu Laugabúðar.Skráða f Menningar-Staður