Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.09.2016 15:54

Opinn fundur Bókabæjanna austanfjalls á Eyrarbakka

 

 

 

Opinn fundur Bókabæjanna austanfjalls á Eyrarbakka

 

Í dag, fimmtudagskvöldið 22. september 2016, boða Bókabæirnir austanfjalls til opins fundar í Rauða húsinu á Eyrarbakka (kjallara).

 

Á dagskrá fundarins er kynning á tveimur stærstu verkefnum haustsins sem eru barnabókahátíð í Hveragerði í október og krimmakvöld í Flóanum í nóvember ásamt frásögn Dorothee Lubecki í máli og myndum af ferð sinni til Sviss á þing IOB (alþjóðlegra samtaka bókabæja) sem fulltrúi Bókabæjanna austanfjalls.

 

Skipulagning barnabókahátíðar og krimmakvölds er komin í fullan gang í höndum Hrannar Sigurðardóttur. Hafi einhver sem þetta les áhuga á að vera með í skipulagningu eða framkvæmd verkefnanna er upplagt fyrir viðkomandi að mæta á fundinn – eða hafa samband við Hrönn ( hronnsig@arborg.is).

 

Bókabæirnir eru Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri), Hveragerði, Þorlákshöfn og Flóahreppur og styrkja sveitarfélögin starfsemi félagsins. Markmið Bókabæjanna austanfjalls er að gera bókum hátt undir höfði á ýmsan hátt, m.a. með því að vekja athygli á bókum og bóklestri og finna gömlum, notuðum bókum nýjan farveg. Upplýsingar um félagið má finna á www.bokabaeir.is og á Facebook.

 

Fundurinn hefst kl. 20 og er reiknað með að hann taki um eina klukkustund.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir til að forvitnast, fylgjast með eða taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum.

Af. wwwdfs.is

Image result for siggeir ingólfsson og valgeir guðjónsson við eyrarbakkakirkju

Fundurinn verður í Rauða-húsinu á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður