Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.09.2016 08:38

Nafnasamkeppni um göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 

 

Til skýringar þá liggur stígurinn þar sem svarta línan liggur.

 

Nafnasamkeppni um göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 


Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að setja af stað nafnasamkeppni um nýja göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Um er að ræða nýja stíginn sem liggur meðfram ströndinni og tengir þorpin saman. Vilji er til þess að finna í samvinnu við íbúa þjált og gott nafn fyrir stíginn.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Árborgar mun fara yfir tillögur og í október verður nafnið kynnt við hátíðlega athöfn. Dagsetning verður auglýst síðar. Allir hafa rétt til þátttöku í nafnasamkeppni þessari.

 

Tillögur er hægt að senda á netfangið bragi@arborg.is eða koma með í í þjónustuver Ráðhúss Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss merkt: „Nafn á göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar“.

 

Skilafrestur á tillögum er til fimmtudagsins 29. september 2016.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður