![]() |
Götur tæmdust á höfuðborgarsvæðinu fyrsta útsendingarkvöld íslenska sjónvarpsins þennan mánaðardag fyrir 50 árum, þann 30. september 1966.
Það hófst klukkan 20 með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra.
Næst á dagskrá var blaðamannafundur með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, spyrjendur voru Ólafur Hannibalsson og Andrés Kristjánsson, ásamt Eiði Guðnasyni sem stýrði umræðum.
Fleiri atriði fylgdu á eftir svo sem kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, lestur Halldórs Laxness úr Paradísarheimt, skemmtiþáttur með Savannatríóinu og sakamálaþátturinn Dýrlingurinn.
Fréttablaðið 30. september 2016.
Helga Káradóttir og Anna Þórðardóttir
við fyrsta sjónvarpstækið sem kom á Eyrarbakka í spríl 1964.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is