Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.10.2016 08:42

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

 

Hrafnkell Guðnason stýrir hér kynningarfundi sem haldinn var í Fjölheimum á Selfossi

þann 12. september 2016 vegna úthlutunarinnar að þessu sinni.

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. Úthlutað var um 17 mkr. til 39 menningarverkefna og um 13 mkr. til 13 nýsköpunarverkefna.

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar.

 

Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Sjá meðfylgjandi yfirlit yfir styrkt verkefni :

Menningarverkefni

Nýsköpunarverkefni

 

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. 

 


Verkefni og styrkþegar að þessu sinni:

...

 

Frá kynningarfundinum 12. september 2016.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.