Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.10.2016 14:22

Stokkseyrar - Dísa og sögur af Stokkseyringum fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.
 

 

Stokkseyrar – Dísa og sögur af Stokkseyringum

fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október 2016, verður menningarkvöld í Menningarverstöðinni Hólamröst á Stokkseyri.

 

Um er að ræða kvöld sem er hluti af menningarmánuðinum október en það er tileinkað sögum af Stokkseyrar – Dísu og öðrum Stokkseyringum.

 

Kvöldið hefst kl. 19:30 og er frítt inn fyrir alla.

 

Guðbrandur Stígur Ágústsson mun stýra kvöldinu af sinni alkunnu snilld en einnig koma fram Þórður Guðmundsson (Tóti), Bjarki V. Sveinbjörnsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og fleiri.

 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja nokkur lög og í hléi verður boðið upp á kaffi og með því.

 

Í vændum er skemmtileg kvöldstund með skemmtilegum sögum, tónlist, myndum og gömlu myndbandi frá Stokkseyri.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður