Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.10.2016 06:46

Menningarmánuðurinn október - Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28.okt. 2016 kl. 21:00

 

 

 

Menningarmánuðurinn október

– Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28. okt. 2016 kl. 21:00

 

Lokakvöld menningarmánaðarins október 2016 verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld, föstudaginn 28. október 2016, þegar fjöldi söngvara af svæðinu syngja með Stuðlabandinu.

 

Kvöldið hefst kl. 21:00 en húsið opnar 20:00.

 

Um einstakt kvöld er að ræða þar sem söngvarar á borð við Labba, Sídó, Ingó, Valgeir Guðjóns, Kristjönu Stefáns og fleiri og fleiri mæta á sviðið og rifja upp stemmningu síns tíma og lögin sem voru vinsæl þá.

 

Frítt er inn á viðburðinn og um að gera að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

 

Nánar um dagskrána hér að neðan:
songvarar-i-fortid-og-nutid-atridi-kvoldsins


Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður