Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.11.2016 15:36

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

 

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi

 

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku í gærkvöldi, fimmtudaginn 24. nóvember 2016, í Bókakaffinu á Selfossi.

 

Fyrra metið var frá 3. desember 2014 þegar 70 manns mættu en nú voru nokkrum fleiri.

 
 

Þau sem lásu í gærkvöldi voru:

Steinunn Sigurðardóttir úr bókinni Heiða - fjalldalabóndinn  sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu,

Guðmundur Sæmundsson úr ljóðabók sinni Í sjöunda himni býr sólin,

Kristian Guttesen las úr nýútkominni ljóðabók sinni: Hendur morðingjans,

Hermann Stefánsson las úr bókinni Bjargræði 

og Sigurður Sigurðarson var leynigestur kvöldsins og las úr bók sinni: Sigurðar sögur dýralæknis.

 

Bjarni Harðarson stjórnaði kvöldinu af röggsemi.


Menningar-staður færði samkomuna til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281169/

Nokkrar myndir hér:

 

.

 

.

 

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður