Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.11.2016 06:57

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka sun. 27.nóv. á fyrsta í aðventu

 

 

 

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

sunnnudag 27.nóv. á fyrsta í aðventu

 

Kveikt verður á jólatrjánum á Stokkseyri og Eyrarbakka nk. Sunnudag  27.nóvember 2016 sem er fyrsti í aðventu.

 

Ungmennafélag Stokkseyrar sér um að kveikja ljósin á jólatrénu á Stokkseyri kl. 17:00 en tréð er staðsett á horninu við Stjörnusteina. Ef veður leyfir verður boðið upp á kaffi, kakó, piparkökur og kórar flytja nokkur jólalög.

 

Á Eyrarbakka sér Umf. Eyrarbakki um að kveikja ljósin en það verður gert kl. 18:00 og er tréð staðsett við Álfsstétt í miðjum bænum. Þar verður sungið og trallað með jólasveinunum sem kíkja á svæðið.

 

Gott að fylgjast með veðrinu og klæða sig eftir því. Mæta með jólagleðina í farteskinu og dansa og syngja með jólasveinunum.


Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður