Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.12.2016 20:54

Fullveldisdagurinn í dag

 

 

Frá fullveldishátíð.

 

Fullveldisdagurinn í dag

 

Í dag 1. desember er fullveldisdagur Íslendinga. En þá fagna Íslendingar því að hafa hlotið fullveldi frá Dönum þann 1. desember 1918.

Í orðinu fullveldi felst að hafa einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, það er dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks. Að vera fullvaldur er ekki það sama og að vera sjálfstæður en í stjórnmálum er oft litið svo á að heimastjórn sé stærsta og mikilvægasta skref í átt að sjálfstæði landa. Íslendingar voru fullvalda 1918, en danski konungurinn var áfram þjóðhöfðingi okkar og utanríkisstefna landsins var áfram í höndum Dana þar til Íslendingar fengu sjálfstæði sitt 1944. 

Dæmi um lönd sem í dag eru fullvalda væri til dæmis Skotland. Landið hefur verið með eigið þing og heimastjórn frá því 1999, en skoska þingið hefur ekki völd í utanríkismálum, rétt eins og Íslendingar eftir að þeir urðu fullvalda frá Dönum. Skotland er undir Bretlandi og bresku krúnunni, en undanfarin ár hafa flokkar eins og Skoski þjóðarflokkurinn barist fyrir sjálfstæðu Skotlandi. 


Af: www.bb.is


Skráð af Menningar-Staður