Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.12.2016 22:16

Kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju 4. des. 2016

 

 

 

Kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju 4. des.  2016
 

 

Kór kirkjunnar söng og organisti var Haukur Arnarr Gíslason.

 

 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir stýrði barnastund.

 

 Barnasöngur var undir handleiðslu Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur.

Kolbrún Hulda og Jóhanna Eirný Sigurðardóttir sungu einsöng.

 

Séra Kristján Björnsson flutti  hugvekja og var  kynninr samkomunnar sem var mjög hátíðleg og fór hið besta fram.
 


Þá flutti séra Kristján þetta ljóð sitt:
 

Aðventukvöld á Eyrarbakka

 

Undur fögur ómar hér

Eyrarbakkakirkja

Kór og sögur, krakkaher,

kært er um að yrkja.

 

Koma jólin kannski brátt?

Koma þau með friðinn?

Veitist gleði, von og sátt?

Verður ró um siðinn?

 

Dýrðleg skíni Drottins ljós

depurð, kvíði, víki.

Jafnan sýni jólarós

Jesú boð og ríki.

 

Gleðin hefjist geislum stráð

glitri jóla blóminn.

Um þig vefjist elskan þráð

yndi lífs og ljóminn.

 

Sr. Kristján Björnsson
 


Menningar-Staður var í Eyrarbakkakirkju og færði til myndar.
Myndaalbúm með 32 myndum er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281217/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður