Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.12.2016 16:27

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi 24. nóv. 2016

 

 

Héraðsfréttablaðið -SUÐRI- fimmtudagurinn 8. desember 20016

 

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi 24. nóv. 2016

 

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku  fimmtudaginn 24. nóvember sl.  í Bókakaffinu á Selfossi.

Fyrra metið var frá desember 2014 þegar 70 manns mættu en nú voru 72 gestir.

 

„Hér var hið svokallaða vestfirska met slegið öðru sinni, en það met var sett á Vestfirðingakvöldi í desember 2012  þar sem 67 gestir mættu,“ sagði Bjarni Harðarson.

 

Þau sem lásu á metkvöldinu 24. nóv. sl. voru;

Steinunn Sigurðardóttir úr bókinni  Heiða - fjalldalabóndinn  sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu,

Guðmundur Sæmundsson úr ljóðabók sinni:  Í sjöunda himni býr sólin,

Kristian Guttesen las úr nýútkominni ljóðabók sinni: Hendur morðingjans,

Hermann Stefánsson las úr bókinni Bjargræði

 og Sigurður Sigurðarson var leynigestur kvöldsins og las úr bók sinni: Sigurðar sögur dýralæknis.

Bjarni Harðarson  hjá Bókaútgáfunni Sæmundi  stjórnaði kvöldinu af röggsemi.

 

Tíu ára hefð er nú komin á upplestarkvöldin í Bókakaffinu sem hafa verið vel sótt og skapað reglulega jólastemmningu með heitum kakódrykk, smákökum og skemmtilegu skáldaspjalli.

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka færði metkvöldið til myndar.

_____________________________________________________________________

 


Upplestrarkvöld í Bókakaffinu 8. des. 2016:

-Kona kemur við sögu-

 

Að vanda verður upplestur í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 8. desember 2016.

 

Húsið verður opnað klukkan 20 en lestur stendur frá 20:30 til 21:30.

Tilboð á kakói og notaleg jólastemning.

Þeir sem lesa að þessu sinni eru:

Hjörtur Pálsson ljóðskáld sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu,

Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma,

Guðmundur Óli Sigurgeirsson sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum

og síðast en ekki síst,
Gísli Sigurðsson sem kynnir fræðiritið  -Kona kemur við sögu- sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Hér skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.Nokkrar myndir frá metkvöldinu 24. nóvember sl. 

.

.

.

.

.

.


.

 


Skráð af Menningar-Staður