Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.12.2016 07:13

Ævinlega notalegt á upplestrarkvöldum hjá Bókakaffinu góða

 

 
 
 

Frá upplsetrarkvöldi í Bókakaffini 24. nóvember 2016 þegar aðsónar met var sett.

 

Ævinlega notalegt á upplestrarkvöldum hjá Bókakaffinu góða

 

Öflugt menningarstarf fer fram á Bókakaffinu á Selfossi og þar er mikið um dýrðir á aðventunni, enda bókaútgáfan í miklum blóma á þessum árstíma.

Í kvöld, fimmtudagskvöld 8. desember 2016, verður upplestur í Bókakaffinu.

 

Í tilkynningu kemur fram að þeir sem ætli þá að lesa séu:

 

Hjörtur Pálsson ljóðskáld, sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu,

Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur, sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma,

Guðmundur Óli Sigurgeirsson, sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum

og síðast en ekki síst Gísli Sigurðsson,

sem kynnir fræðiritið Kona kemur við sögu, sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Þar skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.

 

Ókeypis aðgangur er á upplestrarkvöld og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Húsið verður opnað klukkan 20 en lestur stendur frá 20.30 til 21.30.

 

Tilboð verður á kakói og óhætt að lofa notalegri jólastemningu.

 

.

.
Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður