![]() |
Kaffikonur Framsóknar í Árborg 2006. |
Framsókn 100 ára – Besta kosningakaffið 2006
Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins í dag, 16. desember 2016, er rifjuð hér upp tilkynningu frá árinu 2006 þegar Hrútavinafélagið Örvar valdi kosningakaffi Framsóknarmanna í Árborg það besta hjá framboðunum fyrir kosningarnar í Árborg vorið 2006.
Fréttatilkynningin hljóðaði svo:
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi (Hrútavinir Group) láta sér fátt óviðkomandi í mannlegri tilveru og eru glöggir á að koma auga á hinar jákvæðu hliðar mannlífs og menningararfleiðar eins og dæmin sanna.
Hrútavinir hafa komið víða við á síðustu vikum og spá töluvert í væntanlegar sveitarstjórnarkosningar á landinu og þá sérstaklaeg í Árborg og nær byggðum.
Hrútavinir hafa sótt heim allar kosningaskrifstofur framboðana í Sveitarfélaginu Árborg og þegið góðar kaffiveitingar og um leið vegið og metið kaffigæðin og önnur lykilatriði kaffimála.
Hrútavinir Group gjöra hér með kunnugt:
að
“Besta framboðskaffið í Árborg”
er kaffi Framsóknarmanna á skrifstofu þeirra við Eyraveg á Selfossi."
Greinargerð:
Kaffi allra framboðana í Árborg eru góð en Framsóknarkaffið tryggði sér glæsilegan sigur með því að út í kaffið var boðið upp á sérlega góðan heimagerðan rjóma sem gerði gott kaffi enn betra. Rjóminn er úr Geirakoti í Flóanum frá heiðurshjónunum Maríu Hauksdóttur og Ólafi Kristjánssyni.
Tilkynnist þetta hér með.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is