Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.12.2016 17:05

Sonja Huld Ólafsdóttir - Fædd 20. október 1943 - Dáin 7. desember 2016 - Minning

 

 

Sonja Huld Ólafsdóttir.

 

 

Sonja Huld Ólafsdóttir - Fædd  20. október 1943

- Dáin 7. desember 2016 - Minning

 

Sonja Huld Ólafsdóttir fæddist 20. október 1943 að Skinnum í Þykkvabæ. Hún lést á líknardeild Landspítalans 7. desember 2016.

 

Foreldrar Sonju voru Svava Guðmundsdóttir og Ólafur Guðjónsson. Sonja ólst upp í Skinnum í Þykkvabæ hjá hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Jóni Jónssyni ásamt dætrum þeirra Pálínu, Bergþóru og Kristjönu og sambýlismanni Pálínu, Sigurjóni. Einnig ólst upp í Skinnum Jón Rúnar Hartmannsson, barnabarn Pálínu og Sigurjóns. Samband Sonju við Bergþóru varð sérstaklega náið og voru þær alla tíð eins og mæðgur.

 

Sonja átti einn bróður, Gunnlaug Ólafsson, sem nú er látinn og uppeldissystur, Báru Sigurjónsdóttur.

 

Sonja hóf sambúð með Gísla Pálssyni, þá tilvonandi eiginmanni sínum, 1962, þau slitu samvistum 1978. Seinni sambýlismaður Sonju er Már Viktor Jónsson en þau slitu samvistum 2004.

 

Síðustu æviárin bjó Sonja á Eyrarbakka og Selfossi. Sonja eignaðist fimm börn.

 

Börn og barnabörn Sonju í aldursröð eru:

1) Martha, gift Hartmanni Kristni. Börn Mörthu eru Lilja og Arna.

2) Þorbjörg, gift Gísla Wiium. Börn Þorbjargar eru: Orri Wiium, Sonja Wiium og Sunna Wiium.

3) Bergþóra, gift Hjalta Bogasyni. Börn Bergþóru eru: Björn, Rúnar Óli, Gísli Steinn, Kolka Rós og Kormákur.

4) Eyrún, gift Guðmundi Ólafssyni. Börn Eyrúnar eru Elísabet Ósk, Þyrí Huld, Jana Hrönn og Már Viktor.

5) Gauti Þór. Börn Gauta Þórs eru: Baltasar Owen, Anna Perla, Sonja Perla.

 

Barnabarnabörn Sonju eru nú 13 talsins.

 

Útför Sonju fer fór frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. desember 2016.
 


Morgunblaðið 16. desember 2016
 Skráð af Menningar-Staður