Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.12.2016 15:21

Lóur heimsækja Húsið

 

 

 

Lóur heimsækja Húsið

 

Á morgun, sunnudaginn þann 18. des. 2016 kl. 15 heimsækja Lóur, sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og syngja nokkur jólalög.

Sönghópinn skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist.

Þær eru búnar að setja saman smá jólalagaprógram sem þær hafa verið að æfa, svona christmas carols - stemmning.


Gömul jólatré úr safneign prýða sýninguna með elsta jólatré landsins í öndvegi. Skautar og sleðar fá einnig rými á jólasýningunni þetta árið og minna okkur á hve gaman er að leika sér í frosti og snjó. 


Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin kl. 13-17 á sunnudag.

Heitt verður á könnunni og aðgangur ókeypis.


Húsið á Eyrarbakka
 

 
Skráð af Menningar-Staður