Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.12.2016 10:14

Henry Heimlich er allur

 

 

Henry Heimlich.

 

Henry Heimlich er allur
 

Henry Heimlich, læknirinn sem hið vel þekkta lífgjafartak kafnandi fólks er kennt við, er látinn, 96 ára að aldri.

 

Heimlich-aðferðin, einnig kölluð kviðpressa, mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hún hefur bjargað óteljandi mannslífum frá því hann þróaði hana og kynnti árið 1974. Sagan segir að hugmyndin hafi kviknað þegar Heimlich, skurðlæknir sem sérhæfði sig brjóstholsaðgerðum, varð vitni að því að manneskju lá við köfnun þegar matarbiti stóð í henni á veitingastað.

 

Þegar aðferðinni er beitt stendur sá sem það gerir aftan við þann sem á í vandræðum með aðskotahlut í hálsi, tekur utan um kvið hans, kreppir annan hnefann og heldur utan um hnefann með hinni hendinni. Síðan þrýstir hann hnefanum kröfuglega inn og upp, allt að fimm sinnum, uns aðskotahluturinn skýst upp úr kokinu ef allt gengur eins og það á að ganga.

Fjöld

i nafntogaðra einstaklinga hefur átt Heimlich líf sitt að launa í gegnum tíðina, þeirra á meðal leikkonurnar Marlene Dietrich og Elisabeth Taylor, og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan Heimlich beitti þessu bjargráði sjálfur á konu sem dvelur á sama öldrunarheimili og hann var á, í Cincinatti í Ohio. Heimlich var á hjúkrunarheimilinu þegar hann lést. Dánarorsökin er hjartaáfall.


Ragnar Helgi Pétursson frá Stokkseyri, fangavörður á Litla-Hrauni, beitti Heimlich-aðferðinni til lífsbjörgunar fyrir nokkrum árum þegar fangavörður á varðstofu í Húsi-3 var í andnauð. 

 


Ragnar Helgi Pétursson.
Skráð af Menningar-Staður