![]() |
Lóurnar heimsóttu Húsið á Eyrarbakka
Í dag, sunnudaginn 18. desember 2016, heimsóttu -Lóurnar- sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og sungu nokkur jólalög.
Sönghópinn skipa:
Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir,
Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir,
allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist.
Þær fluttu indælt jólalagaprógram sem þær hafa verið að æfa og var klappað lof í lófa af ánægðum jólagestum sem troðfylltu stássstofuna í Húsinu.
Í lokin sungu lóurnar eitt lag utandyra fyrir fugla himinsins sem voru í hundraðatali í garðinum við Húsið á meðan tónleikarnir voru.
Menningar-Staður færði tónleikana til myndar og er komið albúm á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281355/
Nokkrar myndir:
![]() |
||||||||||||||||||
.
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is