Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.12.2016 08:15

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

 

Verðlaunahafarnir tóku á móti verðlaununum í Bókasafni Árborgar á Selfossi fyrir jól.

Ljósmynd/Árborg

 

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

Fimmtudaginn 22. desember voru afhent verðlaun fyrir þrjú best skreyttu húsin í Sveitarfélaginu Árborg og best skreytta fyrirtækið.

Að þessu sinni voru mörg íbúðarhús sem komu til greina en á endanum voru það Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri, Lóurimi 1 á Selfossi og Engjavegur 6 á Selfossi sem voru valin bestu skreyttu íbúðarhúsin 2016.

 

Húsráðendur tóku við veglegum verðlaunum en þeir eru;
 

á Stjörnusteinum 18 á Stokkseyri - Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir,

í Lóurima 1 á Selfoss -Ingvar Sigurðsson og Birna Kristinsdóttir 

og á Engjavegi 6 eru það Íris Anna Steinarrsdóttir og Ólafur Guðmundsson.

 

Nokkur fyrirtæki voru tilnefnd og stóð Lindin tískuvöruverslun á Selfossi uppi sem sigurvegari annað árið í röð en skreytingar fyrirtækisins vekja verðskuldaða athygli á Eyraveginum. Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir tóku við verðlaunum Lindarinnar.

Sveitarfélagið Árborg heldur skreytingasamkeppnina árlega í samstarfi við nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu sem gefa bæði vinnu sína og verðlaun. Fyrirtækin eru Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson ehf., Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, Blómaval, Rúmfatalagerinn, Motivo, Tiger og Selfossbíó.

 


Lóurimi 1 á Selfossi.

 

Engjavegur 6 á Selfossi.

 

Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri.

 

Lindin við Eyraveg  á Selfossi.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður