Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.12.2016 09:54

Áramótabrennur á Suðurlandi

 

 

 

Áramótabrennur á Suðurlandi

 

Fjöldi áramótabrenna verða á Suðurlandi á gamlársdag, eða gamlárskvöld. Sunnlenska.is hefur frétt af að minnsta kosti fjórtán brennum.

 

Í Vík verður brenna á eystri bakka við Víkurá kl. 21:00 og á sama tíma verður verður brenna við gámasvæðið á Stjórnarsandi í Skaftárhreppi.

 

Í Rangárþingi ytra verður brenna á Gaddstaðaflötum vði Hellu kl. 17:00 og á sama tíma verður brenna í Þykkvabænum.

 

Á Flúðum verður brenna við tjaldsvæðið kl. 20:30 og á sama tíma verður brenna við Brautarhól í Reykholti kl. 20:30 og við Höfðaveg í Laugarási. Þá verður brenna við við Hrísholt á Laugarvatni kl. 21:30, 

 

Við Borg í Grímsnesi verður brenna kl. 20:30.

 

Í Árborg verður brenna á gámasvæðinu Víkurheiði kl. 16:30

og kl. 20:00 við Hafnarbrú á Eyrarbakka og við Arnhólma á Stokkseyri.

 

Í Ölfusi verður brenna við enda Óseyrarbrautar kl. 17:00 og í Hveragerði verður brenna við Þverbrekku kl. 20:30.Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður