Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.04.2017 06:18

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

 

 

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

Siggeir Ingólfsson, Yfir-strandvörður og Staðarhaldari á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka hefur marga fjöruna sopið í meðferð og nytjum á sjávarfangi.

Það bar til í gær, á skírdegi 13. apríl 2017, að aukið var við reynsluheima  Siggeirs þegar honum var boðið til máltíðar þar sem eldaður hafði verið steiktur rauðmagi.  Hann eins og fleiri Sunnlendingar þekkja bara „vorboðann rauða  -rauðmaga“ sem soðinn á borð borið.

Vestfirðingar þekkja allir að steikja rauðmagann og borða þannig,  að ekki sé talað um reyktan rauðmaga sem er sælgæti á brauð.

Siggeir Ingólfsson var sérlaga ánægður með þessa skírdagsmáltíð sem honum var boðið í að Ránargrund á Eyrarbakka. Stefnumótun fór í ferli til frekari kynningar á þessari vestfirsku matarmenningu til Sunnlendinga.Hér er óður til rauðmagans eftir Guðmund Inga Kristjánsson (1907 – 2002) skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði.

Rauðmagi sem reyktur er

ríkulega kosti ber.
Vel  í  munni  fitan fer
fiskibragðið líkar mér.


 

.

.

.
Siggeir Ingólfsson og steiktur rauðmagi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
Skráð af Menningar-Staður