Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.04.2017 06:51

Vor í Árborg 20.-23. apríl - dagskráin komin á netið

 

 

 

 Vor í Árborg 20.-23. apríl

– dagskráin komin á netið

 

Hátíðardagskrá fyrir Vor í Árborg er nú aðgengileg hérna á heimasíðunni. Dagskráin er fjölbreytt að vanda enda fjölmargar sýningar, tónleikar og opin hús þessa fjóra daga sem hátíðin stendur yfir.

 

Opnunarhátíð Vors í Árborg fer fram fim. 20. apríl kl. 17:00 á Stað á Eyrarbakka þar sem Örlygur Ben ásamt hljómsveit spila, afhentar verða heiðursviðurkenningar og ungir listamenn sýna.

 

Kvartett Kristjönu Stefáns spilar í Tryggvaskála á föstudagskvöldinu kl. 20:00 og á laugardeginum spilar Þorvaldur Halldórsson og Karítas Harpa í Stokkseyrarkirkju kl. 17:00. Björgvin Halldórsson flytur svo sín bestu lög í Hvíta Húsinu á laugardagskvöldinu.

 

Stimpilleikurinn „Gaman Saman“ verður í gangi alla helgina og geta börnin fengið stimpil í vegabréfið á ákveðnum viðburðum. Síðan er hægt að skila inn vegabréfinu og eiga möguleika á veglegum verðlaunum.  

 

Dagskrá Vors í Árborg er hægt að sjá hérna að neðan:

Vor í Árborg – dagskrá 2017

Af www.arborg.is


 

 


 
Skráð af Menningar-Staður