Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.04.2017 06:24

Upplestur og myndlist í bókasafninu á Selfossi

 


Heiða mætir í bókasafnið ásamt Steinunni Sigurðardóttur.

 

Upplestur og myndlist í bókasafninu á Selfossi

 

Það verður líf og fjör á bókasafninu á Selfossi í dag,  á sumardaginn fyrsta.

Þær Steinunn Sigurðardóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir munu mæta á svæðið klukkan 13:00 og spjalla um tilurð bókarinnar „Heiða: fjalldalabóndinn“ og lesa úr kaflanum um vorið.

Siggi Jóns opnar sýningu sína Vinnugleði í Listagjánni klukkan tólf á hádegi þennan sama dag. Sigurður Jónsson er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann  fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 þegar hann lamaðist hægra megin í líkamanum.

Hann málar með vinstri hendi en var rétthentur fyrir áfallið. Sigurður byrjaði að mála á steina en í dag málar hann einnig á striga.
 

 

.
Steinunn Sigurðardóttir.
,
 

 

Gleðilegt sumar.