Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.04.2017 21:19

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól

 


F.v.: Pálmi Sigurhjartarson, Valgeir Guðjónsson og Dagný Halla Björnsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól á Eyrarbakka

 

Opin æfing var í dag á tónlistarverkefninu magnaða  -SAGA MUSIC- í Gónhól í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka en þar eru höfuðstöðvar  -SAGA MUSIC-

Þau sem flytja -SAGA MUSIC- eru Valgeir Guðjónsson, Pálmi Sigurhjartarson og  Dagný Halla Björnsdóttir.

Heimamenn og aðrir kunnu vel að meta Íslendingasögur í sungnu formi, en sungnar sögur má telja til nýnæmis. Sögur um forna Íslendinga og fyrirrennara þeirra sem elska, þrá, drepa og yrkja framkalla krassandi, ljúfsára og seiðmagnaða upplifun.

SAGA MUSIC hefur sýnt og sannað að eiga jafnt erindi við landann sem og erlenda gesti sem vilja skyggnast inn í forna tíma.

Fljótlega hefjast líka sýningar í -SAGA MUSIC- Gamla bíó í Reykjavík.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282642/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður