Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.04.2017 08:16

Á því herrans ári - sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Helgi Ívarsson frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009).

 

Á því herrans ári – sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

Mánudaginn 1. maí næstkomandi opnar ný sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist „Á því herrans ári“.

 

Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum. Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

 

Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.  

 

Sýningin opnar kl 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga  kl. 11-18.

 


Helgi lét af störfum í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps eftir nær 40 ára
stjórnarsetu.

Þetta var á aðalfundi félagsins fyrir nákvæmlega 10 árum þann  26. apríl 2007.


F.v.: Sigurfinnur Bjarkarsson, Tóftum,  Helgi Ívarsson, Hólum  og Björn Harðarson, Holti.
 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnasom.
 


Skráð af Menningar-Staður.