Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.04.2017 10:48

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928 - Dáin 5. apríl 2017 - Minning

 Ingveldur Guðlaugsdóttir (1928 - 2107).

 

 

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928

- Dáin 5. apríl 2017 - MinningIng­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 31. janú­ar 1928. Hún lést 5. apríl 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Ingi­björg Jón­as­dótt­ir hús­móðir, f. 22. mars 1905, d. 4. nóv­em­ber 1984, og Guðlaug­ur Páls­son kaupmaður, f. 20. fe­brú­ar 1896, d. 16. des­em­ber 1993.

Systkini Ing­veld­ar eru:

1) Guðrún, f. 1924, 2) Jón­as, f. 1929, 3) Hauk­ur, f. 1931, 4) Páll, f. 1939, 5) Stein­unn, f. 1942, og 6) Guðleif, f. 1945 sem öll eru á lífi.

 

Ing­veld­ur var gift Geir Gunn­ars­syni rit­stjóra, f. 9. apríl 1916, d. 10. júlí 1978. Þau skildu.

Ing­veld­ur og Geir eignuðust fimm dæt­ur:

1) Jó­hanna fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 27. maí 1951. Henn­ar maður var Gunn­ar Hauks­son for­stöðumaður, f. 1. fe­brú­ar 1951, d. 26. ág­úst 2009. Börn Jó­hönnu eru: a) Aðal­björg hand­verks­kona, f. 1976, b) Hauk­ur, f. 1977, banka­starfsmaður, maki Rakel Svans­dótt­ir kenn­ari, f. 1977. Þeirra dæt­ur eru: a) Helena Bryn­dís, f. 2001, b) Hild­ur Telma, f. 2004, c) Hekla Katrín f. 2015, c) Val­ur fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 1982, sam­býl­is­kona Ragn­hild­ur Sig­urðardótt­ir kenn­ari, f. 1982. Þeirra börn eru: a) Gunn­ar Freyr, f. 2009, Ásdís, f. 2011, Kári og Daði, f. 2016.

2) Gígja, f. 22. apríl 1953, list­hönnuður í Englandi. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Guðmund­ur Ein­ars­son, f. 19. nóv­em­ber 1952. Seinni eig­inmaður Gígju var Leon­ard Guttridge logsuðumaður, f. 30. júlí 1949, d. 14. júní 2016.

3) Edda mynd­list­ar­kona, f. 14. ág­úst 1954.

4) Sig­ríður Dögg viðskipta­fræðing­ur, f. 15. fe­brú­ar 1961. Henn­ar maður var Heiðar Haf­steins­son vél­fræðing­ur, f. 26. júlí 1959, d. 20. apríl 2007. Sam­býl­ismaður Sig­ríðar er Guðjón Árna­son hót­el­stjóri, f. 6. júní 1958. Börn Sig­ríðar og Heiðars eru: a) Andri raf­virki, f. 1988, b) Ing­veld­ur Dís tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 1991, sam­býl­ismaður Andri Már Birg­is­son tækni­maður, f. 1988, og c) Gígja vakt­stjóri, f. 1995.

5) Ingi­björg Dís viðskipta­fræðing­ur, f. 18. apríl 1962. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Robin Gunn­ar Estcourt Boucher flug­stjóri, f. 15. sept­em­ber 1947, d. 26. mars 1992. Seinni eig­inmaður Ingi­bjarg­ar er Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son, fram­kvæmda­stjóri, f. 12. maí 1951. Börn Ingi­bjarg­ar og Maggnús­ar eru: a) Hjalti Robin Vík­ing­ur húsa­smiður, f. 1994, og b) Maggnús Hlini Vík­ing­ur verk­stjóri, f. 1995.

 

Æsku­ár­in átti Ing­veld­ur á Bakk­an­um og var þar í barna­skóla. Hún stundaði einnig nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands og skilaði framúrsk­ar­andi náms­ár­angri. Hún starfaði í nokk­ur ár við hlið föður síns í versl­un hans á Eyr­ar­bakka. Þegar hún flutti til Reykja­vík­ur var hún versl­un­ar­stjóri í bóka­búð Helga­fells í Aðalstræti, sam­hliða námi við leik­list­ar­skóla Ævars R. Kvar­an. Síðar rak hún blaða- og tíma­rita­út­gáfu með eig­in­manni sín­um.

Eft­ir að Ing­veld­ur skildi starfaði hún m.a. sem þjónn á Hót­el Garði, á Hót­el Val­höll á Þing­völl­um og í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um. Seinna starfaði hún sem gjald­keri og bók­ari hjá Silla og Valda í Glæsi­bæ, síðar Slát­ur­fé­lagi Suður­lands. Síðast starfaði hún sem gjald­keri hjá Verzl­un­ar­banka Íslands, síðar Íslands­banka.

 

Ing­veld­ur verður jarðsung­in frá Lang­holts­kirkju í dag, 27. apríl 2017, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

____________________________________________________________________________________________


MInningarorð Maggnúsar Víkings Grímssonar


Nú hef­ur sú ágæta kona Ing­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir kvatt okk­ar til­veru­stig og horfið yfir á annað, þar sem henni er efa­laust vel tekið og fagnað. Þess­ari konu fæ ég að kynn­ast þegar ást­ir tak­ast með mér og dótt­ur henn­ar Ingu Dís. Þá var hún al­mennt kölluð „Amma í Ljós“ af því hún bjó jú í Ljós­heim­um.

 

Hún hafði þá þegar marga súp­una sopið og marg­an bar­dag­ann háð. Hún þurfti ung og ein að fram­fleyta dætr­um sín­um fimm eins og gæ­samamma og koma þeim til manns og mennta. Inga var vafa­laust of­ur­dug­leg mann­eskja sem í upp­hafi svalg í sig þá kennslu sem henni stóð til boða í æsku. Æ síðan drakk hún í sig all­an þann fróðleik sem í boði var á henn­ar heima­slóð á Eyr­ar­bakka til 12 ára ald­urs. En þar rak faðir henn­ar Verzl­un Guðlaugs Páls­son­ar, eins og þekkt er, í 76 ár, ásamt því á sama tíma að sjá átta manna fjöl­skyldu sinni far­borða. 13 ára hef­ur Inga nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands í Reykja­vík, enda þá þegar kom­in með nokkra reynslu af búðar­störf­um með föður sín­um. En við þann skóla skil­ar hún af­burðaár­angri. Þarna var lík­lega lagður grunn­ur að því að Inga gat tekið að sér hin ýmsu versl­un­ar og banka­störf, sem hún sinnti af fá­dæma natni og sam­visku­semi.

 

En þegar ég var 12 ára gam­all, sat á traktor sem kaupa­maður á Spóa­stöðum og las ástar­sög­ur í tíma­rit­inu Amor og Eva, meðan ég var að snúa hey­inu á tún­inu aust­ur með á, gleymdi mér al­gjör­lega og þar með að stjórna traktorn­um, því sag­an var svo spenn­andi. Grunaði mig ekki að mann­eskj­an sem þýddi þess­ar sög­ur átti eft­ir að verða náin sam­ferðamaður minn. En um þetta leyti gaf hún út nokk­ur tíma­rit með manni sín­um Geir Gunn­ars­syni.

 

Inga verður sem sagt, án þess að fá nokkru þar um ráðið, tengda­móðir mín þegar við Inga Dís dótt­ir henn­ar tök­um hönd­um sam­an.

 

Það var alltaf gott að koma í Ljós­heima til „Ömmu í Ljós“ og einkan­lega líkaði barna­börn­um það vel, því þar fengu öll börn að njóta sín. Þar voru hvorki stytt­ur né staðir sem börn máttu ekki snerta, heim­ili Ömmu í Ljós var heim­ili barna henn­ar og barna­barna og öll­um leið þeim vel að koma til henn­ar. Kannski þótti mér full­langt gengið þegar kem þar að son­um mín­um á eld­hús­gólf­inu að leika sér með hveit­i­stamp­inn og syk­ur að kasta fram­an í hvor ann­an. Ég segi við ömmu hvort þetta sé ekki full­mikið, svar­ar hún: „Maggi minn, sérðu ekki að þeir hafa gam­an af þessu? Ég get alltaf náð í nýtt hveiti.“ Svona var „Amma í Ljós“. Hún fórnaði hik­laust sín­um ver­ald­legu eig­um fyr­ir börn sín og barna­börn sem í staðinn nutu þess að vera sam­vist­um við hana og þess vegna munu þau sakna „Ömmu í Ljós“ eins og við hin, vegna þess að hún var stór og mik­il per­sóna.

 

Ég þakka sam­fylgd þína amma Inga í Ljós.

 

Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son.
 


Morgunblaðið 27. apríl 2017


Skráð af Menningar-Staður