Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.06.2017 20:33

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931 - Dáinn 1. júní 2017 - Minning

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson (1931 - 2017).

 

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931

- Dáinn 1. júní 2017 - Minning Jó­hann Vil­hjálm­ur Vil­bergs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 30. maí árið 1931. Hann lést á heim­ili sínu 1. júní 2017.

For­eldr­ar hans voru Vil­berg­ur Jó­hanns­son, bif­reiðastjóri og sjó­maður, f. 23.3. 1899, d. 3.7. 1939, og Ragn­heiður Guðmunda Ólafs­dótt­ir hús­freyja og verka­kona, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998.

 

Jó­hann kvænt­ist Auði Kristjáns­dótt­ur ráðskonu, frá Felli í Bisk­upstung­um, f. 1.10. 1932, þann 26.12. 1963.

 

Börn þeirra eru:


Kjart­an, f. 17.2. 1964, kvænt­ur Stein­unni Bjarna­dótt­ur, börn þeirra eru Auður, Ragn­heiður, Sigrún og Jó­hann.

Agn­ar, f. 17.2. 1964, í sam­búð með Mar­gréti Gunn­ars­dótt­ur. Börn þeirra eru Ævar, Björg og Eyrún.

Guðbjörg Jó­hanns­dótt­ir, f. 21.1. 1966, gift Grími Guðmund­ar­syni. Börn þeirra eru Loft­ur Óskar, Jón­ína Sig­ríður, Auður Hanna og Lauf­ey Ósk.

Barna­barna­börn Jó­hanns eru Bjarney Birta, Ró­bert Arn­ar, Breki, Kar­en Lilja, Guðbjörg, Hild­ur Eva, Katla Björk og Þor­geir Atlas.

 

Jó­hann fædd­ist á Eyr­ar­bakka og ólst þar upp. Hann stundaði sjó­mennsku frá ung­lings­aldri, en vann við línu­lagn­ir hjá Raf­veit­un­um á sumr­in. Hann flutti að Felli árið 1963 og tók þar síðar við bú­inu, en stundaði þá vetr­ar­vertíðir í mörg ár eft­ir það. Starfaði síðar í nokk­ur ár í Lím­tré á Flúðum, eft­ir að það tók til starfa. Var hann sund­laug­ar­vörður í Reyk­holts­laug uns hann lét af störf­um vegna ald­urs.

 

Útför Jó­hanns fór fram í Skál­holts­dóm­kirkju í dag, 10. júní 2017, kl. 14.

Jarðsett var í Hauka­dals­kirkju­g­arði.

________________________________________________Minningarorð Óskars Magnússonar

Hann mág­ur minn, Jó­hann V. Vil­bergs­son, er lát­inn, 86 ára að aldri. Skyndi­legt and­lát kem­ur alltaf á óvart, ekki síst þegar um jafn­aldra er að ræða. Jó­hann fædd­ist á Helga­felli á Eyr­ar­bakka, son­ur Ragn­heiðar Ólafs­dótt­ur og Vil­bergs Jó­hanns­son­ar.

 

Á Eyr­ar­bakka var hann í upp­vext­in­um venju­lega kallaður Jói á Helga­felli, en löngu síðar, þegar hann rúm­lega þrítug­ur flutt­ist upp í Bisk­upstung­ur, kvænt­ist og gerðist bóndi á Felli, varð hann auðvitað Jói á Felli. Jó­hann var fjórða barn þeirra hjóna, en systkini hans eru Kar­en, f. 1926, Sig­urður, f. 1927, dó í frum­bernsku, Ólaf­ur, f. 1929, Ásta Þór­unn, f. 1932, og Sig­ríður Vil­borg, f. 1939. Þau eru öll lát­in nema Sig­ríður Vil­borg.

 

Það vita víst flest­ir sem fædd­ust beint inn í heimskrepp­una miklu, að lífið var ekki ein­tóm­ur dans á rós­um. Átta ára gam­all mátti hann sjá á eft­ir föður sín­um í gröf­ina. Nærri má geta að erfitt hef­ur verið að sjá fyr­ir fimm börn­um á þess­um tíma fyr­ir ekkju, 33 ára, svo unga að ekkju­bæt­ur voru ekki til­tæk­ar í þá daga fyr­ir svo ung­ar ekkj­ur. Allt bjargaðist samt, en ung að aldri fóru börn­in að hjálpa til, eins og títt var þá.

 

Níu ára gerðist Jó­hann kúasmali og snún­ingastrák­ur hjá Eyþóri Guðjóns­syni á Skúms­stöðum og var hjá hon­um tvö sum­ur, síðan var hann í sveit á sumr­in, m.a. á Brúna­stöðum hjá Ágústi Þor­valds­syni.

 

Hann fór ung­ur til sjós, eins og strák­ar gerðu sem ólust upp við sjáv­ar­síðuna, og fyrstu vertíðina var hann hjá Jó­hanni Bjarna­syni á Gunn­ari, en 1952 kaup­ir hann með fé­lög­um sín­um 26 lesta bát, Faxa ÁR 25, og var formaður á hon­um næstu sjö vetr­ar­vertíðir og farnaðist vel, var afla­kóng­ur á fyrstu vertíðinni sem skip­stjóri.

 

Jó­hann vildi helst vera á landi á sumr­in, þó að hann reyndi bæði tog­ara- og far­mennsku. Mörg sum­ur vann hann við línu­lagn­ir hjá Rarik í vinnu­flokki þeirra feðga, Hann­es­ar Andrés­son­ar og Hann­es­ar Hann­es­son­ar. 

 

Eitt sum­arið var ráðskona hjá þeim, Auður Kristjáns­dótt­ir frá Felli, sem varð hans lífs­föru­naut­ur í löngu og far­sælu hjóna­bandi. Þá sett­ust þau Jó­hann og Auður að búi á Felli, í fyrstu með föður henn­ar, en tóku svo al­farið við bú­inu, byggðu nýtt íbúðar­hús og end­ur­nýjuðu önn­ur.

 

Jó­hann skildi þó ekki al­farið við sjó­inn því hann var marg­ar vetr­ar­vertíðir hjá Guðmundi Friðriks­syni á Friðriki Sig­urðssyni.

 

Alls staðar fékk Jó­hann gott orð, enda góður verkmaður, hæg­lát­ur, traust­ur en lét ekki mikið yfir sér, vin­ur vina sinna og kunni vel að gleðjast, þegar svo bar und­ir.

 

Á Felli fædd­ust þeim þrjú mann­væn­leg börn og var oft gest­kvæmt á heim­ili þeirra, enda hús­bænd­urn­ir góðir heim að sækja.

 

Síðustu árin bjuggu þau í Reyk­holti og þar gerðist Jó­hann sund­laug­ar­vörður um hríð. Í starfi eldri borg­ara kom fram því­lík­ur völ­und­ur Jó­hann var og hand­lag­inn.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­konu hans, sem dvel­ur nú að Lundi á Hellu, börn­um Jó­hanns, barna­börn­um og barna­barna­börn­um send­um við „Helga­fellsaf­leggj­ar­ar“ okk­ar dýpstu samúðarkveðjur.

 

Óskar Magnús­son.Morgunblaðið laugardagurinn 10. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður.