Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.06.2017 21:07

Sjómannahelgin í Eyrarbakkaprestakalli

 

 

 

Sjómannahelgin í Eyrarbakkaprestakalli

 

Sjómannahelgin er mikil messuhelgi á Stokkseyri og Eyrarbakka.

 

Sjómannadagurinn byrjar í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 11. júní kl. 11. Í þessari guðsþjónustu eru skírð tvö börn og beðið fyrir sæfarendum. Þá er lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða og sungið þar við kirkjuna.

Dagskrá sjómannadagsins á Stokkseyri er auglýst vel í Dagskránni og víða í blöðum og heilmikil dagskrá eftir hádegi, kaffi og allt.


Sjómannamessan í Eyrarbakkakirkju er kl. 14 og er þar einnig lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sem stendur vestan við Stað. Þaðan er farið í veglegt kaffi í Félagsheimilinu Stað sem er til styrktar björgunarsveitinni.

 

Kórar Stokkseyrarkirkju og Eyrarbakkakirkju syngja og er organisti Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson er kominn heim frá Wittenberg í Þýskalandi þar sem hann var á prestastefnu og fyrirlestrum um þýðingu siðbótarinnar í samfélagi okkar og lífi mannseskjunnar en í Wittenberg hófst siðbót Lúthers fyrir réttum 500 árum árið 1517.


Eyrarbakkaprestakall
 

 
Skráð af Menningar-Staður