Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.06.2017 07:33

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

 


Gleðistund Jón All­ans­son hring­ir skips­bjöll­unni í m/?s Roga­landi eft­ir meira

en 50 ára fjar­veru. Per Øhmann skip­stjóri var í skýj­un­um yfir að fá hana aft­ur. 

— Ljós­mynd/?Jon­as Haarr Friestad.

 

Fögnuður um borð í Rogalandi

þegar skipsbjallan kom heim

 

• Í 40 ár á Íslandi 

• Lukkugripur í Akraborginni og síðan á safninu í Görðum

 

Gamla Stavan­ger­ferj­an m/?s Roga­land hef­ur end­ur­heimt skips­bjöllu sína. Hún reynd­ist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og upp­götvaðist fyr­ir til­vilj­un á Byggðasafn­inu í Görðum á Akra­nesi. Það var auðsótt mál að fá hana til baka enda þekkja Íslend­ing­ar það manna best hve sögu­leg­ar minj­ar geta verið fólki hjart­fólgn­ar.

 

Bjall­an var af­hent við hátíðlega at­höfn um borð í Roga­landi í höfn­inni í Stavan­ger á föstu­dag­inn. Jón All­ans­son, safn­vörður á byggðasafn­inu, kom fær­andi hendi með hana og fékk það hlut­verk að hringja henni um borð í fyrsta sinn frá 1965. Skip­stjór­inn Per Øhmann var í skýj­un­um yfir þess­ari end­ur­heimt, en und­an­far­in ár hef­ur ferj­an, sem smíðuð var 1929, verið gerð upp og er nú í skemmtisigl­ing­um. Hún er eitt helsta stolt Stavan­ger­hafn­ar og var friðlýst af Norsku minja­stofn­un­inni árið 1989.

 

Jón All­ans­son seg­ir að fyr­ir­spurn um bjöll­una hefði borist safn­inu fyr­ir um tveim­ur árum. Höfðu norsk­ir ferðamenn veitt henni at­hygli og látið Sjó­minja­safnið í Stavan­ger vita. Þegar heim var komið mundu þeir hins veg­ar ekki hvað safnið á Íslandi hét og tók nokk­urn tíma að finna út úr því. Jón seg­ir að m/?s Roga­land hafi verið í ferju­sigl­ing­um milli Stavan­ger og ná­lægra hafna á ár­un­um 1929 til 1965 á veg­um Det Stavan­ger­ske Dampski­bs­s­elskab AS. Þegar fé­lagið tók nýja ferju, Tungenes, í notk­un árið 1966 fylgdi skips­bjall­an með.

 

Árið 1974 keypti Skalla­grím­ur hf. á Akra­nesi Tungenes, gaf skip­inu nafnið Akra­borg og hafði í sigl­ing­um milli Reykja­vík­ur og Akra­ness fram til um 1984. Gamla skips­bjall­an var áfram um borð en var ein­göngu notuð sem lukkugrip­ur að sögn Jóns. Þegar ný Akra­borg kom til sög­unn­ar fylgdi bjall­an enn með og var um borð til 1998 þegar skipið hætti sigl­ing­um. Var hún þá sett í geymslu, en Skalla­grím­ur hf. færði byggðasafn­inu hana að gjöf árið 2010.

 

„Þessi skips­bjalla hef­ur enga skír­skot­un til Íslands, en við hana eru bundn­ar sögu­leg­ar minn­ing­ar í Stavenger,“ sagði Jón All­ans­son, og kvað safnið á Akra­nesi strax hafa tekið vel í að færa hana norska skip­inu að gjöf.

 


Morgunblaðið þriðjudagurinn 27. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður