Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.06.2017 09:08

Guðni Ágústsson góður prestur

 

.


Guðni Ágústsson að Stað á dögunum. F.v.: Birgir Jensson, Haukur Jónsson,

Siggeir Ingólfsson og Guðni Ágústsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Guðni Ágústsson góður prestur
 

 

Guðni  Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinanfélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.

Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.

Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig.

Guðni leit við að Stað á Eyrarbakka á dögunum og flutti viðstöddum þessa góðu vísu séra Hjálmars.


Það sem Guðni gerir best
gleður allan múginn

en þar fór afbragsefni í prest
algjörlega í súginn.

 

.
Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður