Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2017 19:03

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

 

Í föður­hús­um Freyr í safni föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar,

þar sem hann held­ur tón­leika í kvöld. 

— Morg­un­blaðið/?Krist­inn Magnús­son

 

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

• Freyr Sigurjónsson heldur tónleika í

listasafni föður síns, Eyrbekkingsins

Sigurjóns Ólafssonar,

ásamt Önnu Noaks og Leo Nicholson

 

„Við verðum með skemmti­legt pró­gramm. Megnið af því er samið af flautu­leik­ur­um svo það er svo­lítið sér­stakt að því leyt­inu til,“ seg­ir Freyr Sig­ur­jóns­son flautu­leik­ari sem kem­ur fram á öðrum tón­leik­um Sum­ar­tón­leik­araðar lista­safns föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, í kvöld kl. 20.30. Með hon­um leika flautu­leik­ar­inn Anna Noaks og pí­anó­leik­ar­inn Leo Nichol­son.

„Við Anna vor­um sam­an í Royal Nort­hern Col­l­e­ge of Music í Manchester svo það má með sanni segja að við séum af sama skól­an­um. Við höf­um þó þrosk­ast hvort í sína átt­ina síðan þá, hún hef­ur að mestu leyti haldið til í London þar sem hún hef­ur mikið verið að vinna við upp­tök­ur fyr­ir kvik­mynd­ir eins og Harry Potter,James Bond og Lord of the Rings. Ég hef starfað sem fyrsti flautu­leik­ari við sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina í Bil­bao á Spáni frá 1982 og kennt við tón­list­ar­há­skól­ann þar,“ seg­ir Freyr.

„Pí­anó­leik­ar­inn Leo er miklu yngri en við en hann lærði í sama skóla og við Anna í Manchester. Svo lærði hann í Trinity Laban tón­list­ar­há­skól­an­um í Greenwich þar sem Anna er kenn­ari. Þar vann hann sig upp úr hlut­verki nem­anda og er nú kenn­ari og und­ir­leik­ari þar í fullu starfi,“ seg­ir Freyr og að þau Noaks og Nichol­son hafi boðið hon­um að vera með masterklassa í Trinity sl. jól sem hann hafi þegið. „Við þrjú tók­um okk­ur sam­an og bjugg­um til smá pró­gramm sem við spiluðum í London og ætl­um að end­ur­taka núna. Það er mjög gam­an að fá þetta tæki­færi til að spila með þessu góða fólki,“ seg­ir Freyr.

 

Mjög fjöl­breytt

Freyr seg­ir efn­is­skrá tón­leik­anna vera mjög fjöl­breytta. „Við ætl­um að byrja á verk­inu Ri­goletto - Fantasie eft­ir Franz og Karl Doppler til þess að fá stemn­ingu í fólkið frá byrj­un. Svo ætl­um við að flytja Ret­urn to Avalon eft­ir Dav­id Heath, en það er svo­lítið sér­kenni­legt og fjall­ar um þegar yfir 200.000 Kat­ar­ar voru drepn­ir í Avalon í Frakklandi á 13. öld,“ seg­ir Freyr og nefn­ir að þau ætli líka að leika Tríó fyr­ir tvær flaut­ur og pí­anó eft­ir Jean-Michel Dam­ase. „Anna hef­ur kynnst Dam­ase per­sónu­lega og því er tón­list­in hans henni mjög kær. Þetta verk hef­ur sjald­an verið flutt en er mjög áheyri­legt. Við end­um svo á ein­hverju óvæntu. Anna er með suður­am­er­ísk­ar ræt­ur svo við ger­um lík­lega eitt­hvað skemmti­legt með það.“

 

Freyr nefn­ir að nú séu liðin tíu ár frá því hann spilaði síðast á Íslandi. „Mér þykir mjög gam­an að spila fyr­ir ís­lenska áheyr­end­ur því þeir hafa svo mik­inn tón­listaráhuga.. Þegar ég horfi úr fjar­lægð verð ég al­veg undr­andi á því hvað það er mikið af góðum ís­lensk­um tón­list­ar­mönn­um bæði inn­an­lands og utan.“

 

Af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu

Hon­um finnst pró­grammið á Sum­ar­tón­leikaröðinni mjög at­hygl­is­vert í ár en syst­ir hans, Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ir, er ein­mitt list­rænn stjórn­andi tón­leik­araðar­inn­ar. Freyr seg­ir þau systkin­in vera kom­in af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu í Dan­mörku. „Þetta ligg­ur samt í blóðinu í Íslend­ing­um, þetta kem­ur ekki bara frá dönsku hliðinni. Börn­in mín eru að leggja fyr­ir sig tónlist líka, son­ur minn er í meist­ara­námi í fiðluleik í Leipzig í Þýskalandi og dótt­ir mín er á leið til London í fram­halds­nám í flautu­leik. Það er und­ar­legt með hana, hún flýg­ur áfram með hæstu eink­un­ir, ég fatta það ekki,“ seg­ir Freyr kím­inn.

 

Eins og áður kom fram er Freyr bú­sett­ur í Bil­bao á Spáni og kveðst hann hafa verið þar í 35 ár. „Það er stutt í að ég fari á elli­líf­eyri en svo er aldrei að vita hvað skeður á eft­ir. Ég er bú­inn að fá æðis­lega mörg tæki­færi og horfi fram á við,“ seg­ir Freyr að lok­um.

Morgunblaðið


 


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


Skráða f Menningar-Staður