Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.07.2017 18:29

Sigrún Óla Sigurðardóttir

 

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir (1937 - 2017).

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir - Fædd 4. október 1937

- Dáin 8. júlí 2017 - Minning

 

Sigrún Óla Sig­urðardótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 4. októ­ber 1937. Hún lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans við Hring­braut 8. júlí 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Regína Jak­obs­dótt­ir hús­móðir, f. 6. janú­ar 1899, d. 19. apríl 1986, og Sig­urður Jóns­son, skósmiður og tré­smiður á Eyr­ar­bakka, f. 11. maí 1888, d. 31. maí 1967.

 

Systkini Sigrún­ar eru:


Gyðríður Sig­urðardótt­ir, f. 22. sept­em­ber 1929, d. 28. maí 2012,

Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, f. 10. fe­brú­ar 1931,

óskírð Sig­urðardótt­ir, f. 24. júní 1932, d. 24. júní 1932,

Jón Sig­urðsson, f. 13. júlí 1933, d. 24. mars 2012,

Jakob Sig­urðsson, f. 14. mars 1935, d. 17. júní 1935,

Marta Sig­ríður Jakobína Sig­urðardótt­ir, f. 4. ág­úst 1936,

Guðmunda Sig­urðardótt­ir, f. 11. mars 1941,

og Sól­veig Stein­unn Sig­urðardótt­ir, f. 10. apríl 1945.

 

Sigrún gift­ist 26. des­em­ber 1964 Haf­steini Val­g­arðssyni, f. 11. júní 1937, d. 22. ág­úst 2012.

For­eldr­ar hans voru Oktavía Jamí Guðmunds­dótt­ir, f. 22. októ­ber 1904 í Vatns­enda, Vill­inga­holts­hreppi, Árn., d. 24. mars 1988, og Val­g­arður Vig­fús Magnús­son, sjó­maður í Reykja­vík, f. 22. októ­ber 1905 í Svína­skógi, Fells­strand­ar­hreppi, Dal., d. 1. júní 1995.

Börn:

1) Snorri Hauks­son, Vél­stjóri, f. 23. janú­ar 1959. Eig­in­kona Guðrún Erla Magnús­dótt­ir kenn­ari, f. 4. júlí 1959. Börn þeirra eru Sig­urður Páll, f. 26. júní 1981, Sam­býl­is­kona Ingi­björg Ragna Kru­ger, f. 27. nóv­em­ber 1985. Ingvi Örn, f. 7. fe­brú­ar 1983. Eig­in­kona Brenda Prehal, f.3. fe­brú­ar 1985, og Íris Björk, f. 4. ág­úst 1994.

2) Hann­es Þór Haf­steins­son, f. 17. sept­em­ber 1964. Eig­in­kona Helen Ser­deiro Barra­das, f. 27. des­em­ber 1978.

 

Útför Sigrún­ar fór fram frá Digra­nes­kirkju í gær, 17. júlí 2017.

____________________________________________________________________________

Minningarorð Ragnheiðar Sigurðardóttur

Elsku Sigrún syst­ir okk­ar er lát­in. Hún fékk hvíld eft­ir ótrú­lega erfið og langvar­andi veik­indi. Eins og alltaf er eft­ir­sjá­in sár og mik­il því maður má ekki við því að missa systkini sín.

Við höfðum samt átt langa sam­leið síðan við vor­um krakk­ar á Bakk­an­um. Við höfðum margt skyld­fólk í kring­um okk­ur.

Við vor­um í heyskap í Hallskoti og á engj­um með Jóni Jak­obs móður­bróður okk­ar og systr­um hans. Við unn­um við kart­öflu­rækt og margt var hægt að láta krakka og ung­linga gera.

Hún Sigrún var vinnu­söm og bráðvel gef­in og dug­leg að læra.

 

Sárt er vin­ar að sakna.

Sorg­in er djúp og hljóð.

Minn­ing­ar mæt­ar vakna.

Marg­ar úr gleymsku rakna.

Svo var þín sam­fylgd góð.

 

Dapr­ast hug­ur og hjarta.

Húm skuggi féll á brá.

Lif­ir þó ljósið bjarta

lýs­ir upp myrkrið svarta.

Vin­ur þó féll­ir frá.

 

Góðar minn­ing­ar geyma.

Gef­ur syrgj­end­um fró.

Til þín munu þakk­ir streyma.

Þér mun­um við ei gleyma.

Sofðu í sælli ró.

(Höf. ók.)

 

Við vott­um af­kom­end­um henn­ar inni­lega samúð og þökk­um henni all­ar góðar sam­veru­stund­ir.

 

Ragn­heiður og syst­ur.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 17. júlí 2017.


Skráð af Menningar-Staður