Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.07.2017 14:15

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

 

 

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

Um 500 skátar dvelja á Selfossi dagana 25. til 29. júlí 2017 í tengslum við stórt skátamót sem haldið er á Íslandi.

 

 Auk skátanna fylgir hópnum nokkur fjöldi starfsmanna (sjálfboðaliða). Skátarnir hafa slegið upp tjaldbúðum á stóra tjaldsvæðinu við Suðurhóla og dvelja þar þessa daga, allt þar til þeir halda á Úlfljótsvatn á laugardaginn, þar sem allir skátahóparnir sem koma til landsins vegna þessa stóra móts munu sameinast og dvelja þar til mótinu lýkur.

 

Þann tíma sem skátarnir eru hér í Árborg hafa þeir unnið mörg  verkefni í þágu samfélagsins og sem endurgjald fyrir að fá að nýta tjaldsvæðið og aðra aðstöðu. Um 80 skátar hafa verðið við störf á hverjum degi frá miðvikudegi til föstudags við fjölbreytt verkefni, víðsvegar um sveitarfélagið. Sem dæmi um verkefni má nefna stígagerð t.d. í Hellisskógi og á sjóvarnagarði á Eyrarbakka, vinnu á skógræktarsvæðum, lóðahreinsun, illgresishreinsun og ruslatínslu við vegi og í fjörum. Einnig munu skátarnir mála leiktæki og girðingar.Þá hafa skátarnir unnið í mörgum hópum í smiðju Eldsmíðafélags Suðurlands sem er á Eyrarbakka. Leiðbeinendur hafa verið þeir; Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ragnar Gestsson, Eyrarbakka og Halldór Ingi Guðnason, Selfossi.
 

Menningar-Staður var í smiðjunni í morgun og færði til myndar.


Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283527/

 

Það er Skátafélagið Fossbúar sem tekur á móti hópnum og hefur veg og vanda af undirbúningi þess hluta mótsins sem fram fer hér í Árborg og hafa félagar undirbúið fjölbreytta dagskrá. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa skipulagt vinnu skátanna við þau samfélagsverkefni sem að framan er getið.

 

Þann tíma sem skátarnir eru ekki við sjálfboðaliðastörf munu þeir sinna margskonar verkefnum, fara í gönguferðir og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

 

Í kvöld,  föstudagskvöldið 28. Júlí 2017,  verður kvöldvaka í Sigtúnsgarði með skátasöngvum og varðeldi. Það er tilhlökkunarefni að fá þetta unga fólk hingað til okkar og munu þau eflaust setja lit sinn á samfélagið þessa daga.Nokkrar myndir úr smiðjunni á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.

 
 

.

 


.

Skráð af Menningar-Staður