Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.08.2017 19:25

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundaði

 

 

 

F.v.: Ragnar Helgi Pétursson, Jóhann Páll Helgason, Kristján Runólfsson

og Davíð Kristjánsson.  

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundaði

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi fundaði í dag, föstudaginn 11. ágúst 2017. Í Bókakaffinu á Selfossi.

Fjölmörg mál voru á dagskrá.  Hæst fór trúlega pólitík og kosningar til sveitarstjórna í lok maí 2018. Farið var yfir fyrri kosningar; skoðanakannanir, spár og úrslit sem og spár til margra kosninga.  Ort var í þeim anda og framtíðarsýn á ýmsan máta:

Kosningarnar koma brátt
komið stuð í alla.
Meirihlutans mikla sátt

mæðulaust skal falla.
BIB

 

Kristján Runólfsson .
Fór í gang mín kjaftakvörn,
að kveða um ljóðaraftinn,
fyrst að glúrinn bögu Björn,
byrjaði að opna kjaftinn.Í fundinum tóku þátt:


Jóhann Páll Helgason,
Kristján Runólfsson,
Björn Ingi Bjarnason,
Davíð Kristjánsson og
Ragnar Helgi Pétursson.


Bjarni Harðarson, vert í Bókafaffinu og bókaútgjefandi og f.v. alþingismaður fagnaði fundargestum í upphafi fundar.

 

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.
 F.v.: Kristján Runólfsson og Davíð Kristjánsson.Skráða f Menningar-Staður