Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.08.2017 20:46

Hallskotshátíð 12. ágúst 2017

 

 

 

Hallskotshátíð 12. ágúst 2017

 

Skógræktarfélag Eyrarbakka bauð félagsmönnum og fjölskyldum þeirra til veglegrar hátíðar í trjálundi félagsins í Hallskoti rétt ofan Eyrarbakka í dag laugardaginn 12. ágúst 2017.

Félagið hefur umsjón með Hallskoti samkvæmt samningi þar um við Sveitarfélagið Árborg.

Á síðustu árum hefur félagið unnið mikið og gott starf í Hallskoti og er þar mikil útivistarparadís. Nú í sumar var t.d. byggt þjónustuhús með salernum og pallar til útiveru.

Samkoman í dag var fjölmenn og heppnaðist sérlega vel með leikjum og grillveislu. Margir félagsmanna gistu síðan í Hallskoti.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283664/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður