Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.09.2017 09:37

Viðhaldið og endurbætur á Litla-Hrauni

 


Framkvæmdir hafa staðið við nýtt þakjárn á Litla-Hrauni. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Viðhaldið og endurbætur á Litla-Hrauni

 

Einn af traustustu bakhjörlum Litla-Hrauns, þegar kemur að viðhaldi og endurbótum húsnæðis þar er Þórður Gretar Árnason, verktaki á Selfossi. Hann á sterkar rætur í strandþorpunum; Stokkseyri og Eyrarbakka.

 

Þórður Grétar er uppalinn á Stokkseyri. Þá er hann tengdasonur Eyrarbakka því kona hans er Vigdís Hjartardóttir af Bakkanum.

 

Í sumar hefur á Litla-Hrauni, í tveimur lotum, verið endurnýjað þakjárn á skólastofum og stórum hluta vinnusvæðis. Þessa dagana í haustblíðunni er seinni áfangi verksins í gangi og er Þórður Grétar ábyrgðarmaður verksins sem fyrr. Stærsti hluti járnsins sem nú er fjarlægður er frá því um 1965. Segir slík ending að ekki hefur verið kastað til hendinni við málun og viðhald þaka Litla-Hrauns á liðnum áratugum hvað þá að mygla sé í gangi.

 

Bitabox Þórðar Grétars Árnasonar er að innihaldi alltaf sérlaga vandað og vel hlaðið. Það  hefur verið fært til myndar og vísu:

 

Bita-kassinn bætir dag

ber hann frúnni merki.

Verkgleði og vandað fag

Vigdís þar að verki.

 

Bita-boxin bæta dag

bjart er yfir Hrauni.

Þórður öllu þar í lag

þessa vísu að launi.

 


Þórður Grétar Árnason í kaffi og bitaboxið veglega.
 

.


Stokkseyringurinn Þórður Grétar Árnason er tengdasonur Eyrarbakka

því kona hans er Vigdís Hjartardóttir af Eyrarbakka.
 


Skráð af Menningar-Staður.